Múrdæla - notkun og þrif

Verð fyrir félagsmenn
2.000 kr.
Verð
8.000 kr.
Námskeið um notkun og þrif á múrdælu.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir múrara sem vilja kynna sér notkun og viðhald á múrdælu.

Markmið:

Markmið námskeiðins er að þátttakendur kynnist kostum og notkunarsviði múrdælu og hvar hún nýtist best.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hluta múrdælunnar, vatnsdælu, loftdælu, rafstýringu o.s.frv.
  • Fóðringu og hennar hlutverk, hvernig hún er sett saman og sett á múrdæluna.
  • Tengingu við vatn og virkni þess.
  • Ræsing og hluti sem þurfa að vera á lagi svo að dælan vinni rétt.
  • Múrefni og ísetningu þess.
  • Undirbúning yfirborðsflata sem á að sprauta.
  • Sprautun og æskilega þykkt múrlögunar.
  • Hreinsun og frágang múrslöngu og múrdælu eftir notkun

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu hluta múrdælu og virkni þeirra.
  • Kunna að undirbúa múrdælu fyrir sprautun.
  • Vita hvernig staðið er að sprautun múrlögunar.
  • Kunna að hreinsa og ganga frá múrdælu eftir notkun.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Kennarar
Stefán Heiðar Auðunsson
Múrarameistari
Trausti Ragnar Einarsson
Múrarameistari og framhaldsskólakennari

Trausti hefur lengi starfað við múrkverk og komið að öllum tegundum verkefna. Hann er kennari við Tækniskólann.