PAGO byggingarsteinar

Verð fyrir félagsmenn
1.000 kr.
Verð
5.000 kr.
Námskeið um byggingu húsa úr vistvænum byggingarkubbum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús úr Durisol steinunum.

Markmið:

Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Gerð og framleiðslu steinanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr efni sem annars væri fargað.
  • Ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi.
  • Aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja til framleiðslu Durisol byggingarsteina.
  • Kunna skil eiginleikum þeirra.
  • Þekkja hvernig hús eru byggð úr efninu.

Annað:

Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla steinana.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
30. október 2025 kl: 09:00 - 12:00
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]