Hagnýting gervigreindar í iðnaði

Verð fyrir félagsmenn
16.500 kr.
Verð
64.500 kr.
Lærðu að nýta ChatGPT og gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni á skilvirkari hátt – hvort sem þú ert stjórnandi, starfsmaður eða frumkvöðull.

Fyrir hverja:
Fyrir fagfólk, stjórnendur, frumkvöðla og aðra sem vilja nýta gervigreind og ChatGPT til að hámarka afköst og bæta vinnuferla í atvinnulífinu.

Markmið:
Að þátttakendur öðlist skilning og hagnýta færni í notkun ChatGPT og annarra gervigreindarverkfæra í eigin starfi.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Grunnatriði í virkni gervigreindar og hvernig hún nýtist í iðnaði.
  • Hagnýtingu ChatGPT í daglegum verkefnum.
  • Leiðir til að setja upp árangursrík samskipti við gervigreind.
  • Notkun ChatGPT við texta-, mynd- og talvinnslu.
  • Dæmi um raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.
  • Algengar villur og hvernig má forðast þær.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja hvernig ChatGPT og önnur AI-verkfæri virka í grunninn.
  • Nýta ChatGPT við fjölbreytt verkefni í starfi á árangursríkan hátt.
  • Beita réttum spurningastíl og nálgun til að hámarka gæði úttaks frá gervigreind.
  • Meta hvenær og hvernig er best að nota gervigreind í sínum starfsvettvangi.

Aðrar upplýsingar:

  • Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma og greidda áskrift að ChatGPT.
  • Kennt er á íslensku.
  • Námskeiðið er í boði sem staðnám, hægt er að halda það einnig í fyrirtækjum.
  • Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Javelin AI, sem hafa sérhæft sig í gervigreindarfræðslu fyrir fyrirtæki frá árinu 2023.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
17. október 2025 kl: 09:00 - 16:00
Námsmat
Verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennari
Pétur Már Sigurðsson
Forritari & Sérfræðingur

Forritari og sérfræðingur í innleiðingu og þróun