Styrkflokkun á timbri skv. ÍST INSTA 142:2009

Verð fyrir félagsmenn
17.000 kr.
Verð
67.000 kr.
Þetta námskeið fyrir alla sem vinna með timbur og vilja læra að flokka það eftir styrkleika og velja í réttum gæðum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir húsasmiði og húsgagnasmiði og aðra sem vinna með timbur.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er annars vegar að nemendur læri hvernig á að styrkflokka timbur samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142:2009 og velja á timbur í réttum gæðum fyrir tiltekna notkun og hins vegar að hvernig umgangast á timbrið og verja það gegn veðrun.

Í námskeiðinu verður fjallað um:

  • Viðarfræði.
  • Timbur unnið úr barrviði og hvernig það er notað í byggingum.
  • Hvernig timbur er valið og varðveitt.
  • Hvaða kröfur er gerðar til gæða timburs út frá notkun og byggingarhlutum.
  • Aðferðir til að meta gæði timburs.
  • Útlitsflokkun timburs og hvað stýrir henni fyrir byggingartimbur
  • Vélflokkun timburs
  • Hvernig efnisgallar eru metnir og áhrif þeirra á gæðaflokkun.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta lagt mat á gæði timburs.
  • Styrkflokkað timbur samkvæmt ÍST INSTA 142:2009

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Í verklegum hluta munu nemendur læra að beita flokkunartöflum til að ákvarða gæði timburs og raða því í flokka fyrir burðarvið eða byggingartimbur.   

Að loknum verklega hlutanum taka þátttakendur próf. Standist þeir það teljast þeir hæfir til að flokka timbur samkvæmt ÍST INSTA 142:2009.

Ritið "Gæðafjalir - viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám" er kennsluefni á námskeiðinu. 

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttakendur ljúka áhorfi á kennslufyrirlestra og taka próf.
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]