Varðveisla eldri húsa

Verð fyrir félagsmenn
14.000 kr.
Verð
56.000 kr.
Námskeið fyrir fag- og áhugafólki um viðgerðir og viðhald eldri húsa.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fag- og áhugafólki um viðgerðir og viðhald eldri húsa.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í helstu þætti er varða endurbætur og varðveislu eldri húsa.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Lög og reglugerðir er varða viðgerðir og viðhald á vernduðum húsum.
  • Helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarsögu.
  • Framkvæmd viðhaldsverkefna.
  • Byggingatæknilegar áskoranir varðandi viðgerðir og viðhald húsa.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu laga- og reglugerðarákvæði um viðhald eldri húsa.
  • Kunna skil á einkennum gamalla íslenskra húsa.
  • Vita hvernig staðið er að framkvæmdum við eldri hús.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er haldið á Minjasafninu.

Staðsetning
Akureyri - Minjasafnið, Aðalstræti 58, 600 Akureyri

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
10. október 2025 kl: 13:00 - 17:00
11. október 2025 kl: 09:00 - 15:00
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar
Alma Sigurðardóttir
Alma Sigurðardóttir
sérfræðingur í varðveislu bygginga

Alma hefur sinnt kennslu á byggingarlistasögu, rannsóknum, útgáfu fræðsluefnis, ráðgjöf, viðgerðum og viðhaldi á eldri byggingum.

Snædís Traustadóttir
Snædís Traustadóttir
húsasmíðameistari og nemi í hefðbundnu byggingarhandverki við NTNU

Snædís hefur um margra ára skeið unnið við verkefni tengd viðhaldi og viðgerðum eldri húsum.