Niðurrif á asbesti

Í samstarfi við Vinnueftirlitið
Verð fyrir félagsmenn
6.000 kr.
Verð
23.000 kr.
Þetta námskeið er fyrir þau sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt niðurrif á asbesti. Skilyrði fyrir því að fá leyfi til að rífa niður asbest er að búa yfir þekkingu á skaðsemi þess og nauðsynlegum mengunarvörnum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir þau sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt niðurrif á asbesti. Skilyrði fyrir því að fá leyfi til að rífa niður asbest er að búa yfir þekkingu á skaðsemi þess og nauðsynlegum mengunarvörnum.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um skaðsemi asbests og nauðsynlegar mengunarvarnir við niðurrif á því.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvað er asbest, til hvers er það notað og hvar er það helst að finna?
  • Hvernig berst asbest inn í líkamann og hvaða áhrifum veldur það?
  • Lög og reglur um skyldur þeirra sem taka að sér asbestvinnu
  • Heilsufarsskoðanir
  • Leyfi sem þarf til asbestvinnu
  • Verklýsing og tilkynningar
  • Greining á asbesti, mengunarmælingar og mengunarmörk
  • Vinnuaðferðir og vinnuaðstæður
  • Tækjabúnað, mengunarvarnir, persónuhlífar
  • Pökkun og frágangur
  • Merkingar og förgun
  • Þrif
  • Flutningur

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Vita hvað asbest er og getað greint það á verkstað og þekkja áhrif þess á mannslíkamann.
  • Þekkja helstu lög og reglur sem gilda um asbestvinnu.
  • Kunna til verka við rif á asbesti.
  • Geta gengið frá og fargað asbesti.

Annað:

Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk sem valda lítilli mengun t.d. við niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss, við minniháttar niðurrif og viðhaldsvinna innanhúss.

Þau sem ljúka námskeiðinu eru á skrá hjá Vinnueftirlitinu svo hægt sé að meta umsóknir um asbestvinnu. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.

Námskeiðið er í boði allt árið. Það hefst þegar þátttakandi hefur verið skráður og er opið í átta vikur frá skráningu.

Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Það tekur um það bil þrjár klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Ekki er hægt að nota gjafabréf á þessu námskeiði.
Kennari
Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins