Þetta námskeið er fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í blómaskreytingum og vinna í blómaverslunum, veitingageiranum eða ferðaþjónustu eða hafa það í hyggju. Einnig hentar námskeiðið vel öllum þeim sem hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt með blómum og skreytingum, hvort sem er heima eða annars staðar.
Tilgangur námskeiðsins er að kenna þátttakendum undirstöðuatriði í blómaskreytingum.
Námskeiðið er haldið af Garðyrkjuskólanum. Kennarar eru Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómahönnuðir og eigendur fyrirtækisins Blómdís og Jóndís - blómahönnuðir.