Grunnnámskeið í blómaskreytingum

Í samstarfi við Garðyrkjuskólinn
Verð fyrir félagsmenn
16.000 kr.
Verð
65.000 kr.
Námskeið fyrir þau sem vilja læra undirstöðuatriði í blómaskreytingum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í blómaskreytingum og vinna í blómaverslunum, veitingageiranum eða ferðaþjónustu eða hafa það í hyggju. Einnig hentar námskeiðið vel öllum þeim sem hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt með blómum og skreytingum, hvort sem er heima eða annars staðar.

Markmið:

Tilgangur námskeiðsins er að kenna þátttakendum undirstöðuatriði í blómaskreytingum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Helstu tegundir afskorinna blóma og meðferð þeirra. Nemendur fá verklega kennslu við skáskurð, hreinsun blómstilka og framsetningu blóma.
  • Uppbyggingu blómavanda og helstu strauma og stefnur í blómvöndum. Einnig verður farið í einfaldar skreytingar.
  • Að nota íslensk blóm og efnivið úr náttúrunni í nærumhverfi okkar.
  • Góða nýtingu á efni sem og fagleg vinnubrögð.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu tegundir afskorinna blóma og meðferð þeirra.
  • Geta sett saman algenga blómaskreytingu.
  • Kunna að nýta vel efni og fagleg vinnubrögð

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er haldið af Garðyrkjuskólanum. Kennarar eru Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómahönnuðir og eigendur fyrirtækisins Blómdís og Jóndís - blómahönnuðir.

Staðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum, 816 Ölfusi

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
31. október 2025 kl: 09:00 - 16:00
1. nóvember 2025 kl: 09:00 - 16:00
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennari
Kennarar Garðyrkjuskólans