Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynnast 3D prentun frá grunni – sérstaklega iðnaðarfólki og tæknivæddum hugmyndasmiðum sem vilja nýta möguleika þrívíddarprentunar í starfi eða eigin verkefnum.
Að þátttakendur öðlist traustan grunn í notkun 3D prentara, hönnun eigin hluta, vali á efni og notkun viðeigandi hugbúnaðar – með það að markmiði að geta haldið áfram að nýta tæknina eftir námskeiðið.
Þátttakendur þurfa að koma með eigin fartölvu og góða tölvumús. Prentarinn (Bambu Lab A1 Combo) er innifalinn í námskeiðsgjaldi og fylgir nemanda að námskeiði loknu. Ekki er þörf á fyrri reynslu af 3D prentun. Gjafabréf og afsláttarkjör gilda ekki, félagsaðilar Iðunnar fá niðurgreitt verð.
Jóhannes Páll Friðriksson, eigandi 3D verk