image description

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.

Allar nánari upplýsingar um raunfærnimat veita náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR 
í síma 590 6400 eða radgjof@idan.is.

Ég hef áhuga á því að vita meira

Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. 

Inntökuskilyrði í raunfærnimat:

23 ára aldur og 3 ára starfsreynsla (miðað við fullt starf)

Í kjölfar raunfærnimats getur skipt sköpum fyrir þátttakendur að boðið sé upp á fjölbreyttar námsleiðir til að ljúka námi og er það í höndum framhaldsskólanna og/eða fullorðinsfræðsluaðila.

Vegna aðstæðna var kynningarfundur haustannar um raunfærnimat haldinn með fjarfundarsniði. Hér fyrir neðan má horfa á upptöku af fundinum.

 

Þær greinar sem fyrirhugað er að verði metnar í raunfærnimati haustönn 2020 (ef næg þátttaka næst):

Húsasmíði, málaraiðn og pípulagnir
Blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun
Framreiðsla og matreiðsla
Hársnyrtiiðn
Matreiðsla

Mögulegt er að fleiri greinar verði metnar á haustönn. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum IÐUNNAR.

Raunfærnimatsferlið er í fimm liðum:

  • Kynningarfundur
  • Viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa
  • Færniskráning
  • Matssamtal hjá fagaðila
  • Áætlun um námslok

Í kjölfar raunfærnimats getur skipt sköpum fyrir þátttakendur að boðið sé upp á fjölbreyttar námsleiðir til að ljúka námi og er það í höndum framhaldsskólanna og/eða fullorðinsfræðsluaðila.

Greinar sem hafa verið metnar  

Húsasmíði
Málaraiðn
Múriðn
Pípulagnir
Grafísk miðlun
Ljósmyndun
Prentun
Skrúðgarðyrkja
Hársnyrtiiðn

Bakaraiðn
Framreiðsla
Kjötiðn
Kjötskurður
Matartækni
Matreiðsla
Matsveinn
Slátrun


Blikksmíði
Málmsuða
Netagerð
Rennismíði
Stálsmíði
Vélstjórn
Vélvirkjun
Bifvélavirkjun
Bifreiðasmíði
Bílamálun

“Það skiptir máli persónulega fyrir mitt starfsfólk að vera með réttindi.”Sigurður Leifsson, atvinnurekandi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband