Hjá Iðunni starfa náms- og starfsráðgjafar sem sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat, náms- og starfsval og framkvæmd áhugasviðskannana.
Iðan sér um framkvæmd sveinsprófa í fjölmörgum greinum. Sveinspróf eru haldin a.m.k. einu sinni á ári í hverri iðngrein ef næg þátttaka næst. Iðan leitast við að veita jöfn tækifæri til náms. Náms- og starfsráðgjöf Iðunnar fræðsluseturs hefur yfirumsjón með sérúrræðum sem standa nemendum til boða.
Náms- og starfsráðgjöf Iðunnar fræðsluseturs sérhæfir sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat og veita upplýsingar og ráðgjöf um námsframboð og starfsþróun.
Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.