Iðnnemar, nýsveinar, leiðbenendur og nefndarfólk hjá Iðunni eiga þess kost að sækja um Erasmus+ styrk til námsdvalar í öðru Evrópulandi. Iðan tekur þátt í fjölmörgun alþjóðlegum verkefnum og er Erasmus+ eitt af þeim. Markmiðið með námsdvöl í öðru landi er að kynnast betur sínu fagi í alþjóðlegu samhengi og veita innsýn í líf og störf fólks í útlöndum. Reynslan af slíkri námsdvöl er dýrmæt og getur aukið starfsmöguleika bæði heima og erlendis. Iðan fræðslusetur leggur áherslu á gæði námsmannaskipta í Evrópu. Unnið er eftir ákveðnum verklagsreglum sem eru settar af Erasmus+ og EQAMOB gæðaviðmiða.
Styrkupphæðir taka mið af lengd dvarar og eru mismunandi milli landa.
Iðnnemar og nýsveinar geta sótt um styrk til námsdvalar í útlöndum í að lágmarki 2 vikur. Oftast er þó dvalið í lengri tíma en það. Einnig geta leiðbeinendur og nefndarmenn hjá Iðunni farið í námsheimsóknir í skóla eða fyrirtæki og er þá miðað við sú heimsókn sé ekki skemur en 2 dagar.
Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna þeirra hvaðan sem styrkjanna er aflað. Upplýsingar um skattskylda styrki má finna hér.
Iðan hefur hlotið svokallaða aðild að Erasmus+ (e. accredidation) sem þýðir að Iðan uppfyllir ákveðin gæðaviðmið og fylgjum skilgreindri áætlun. Aðildin staðfestir jafnframt að Landskrifstofa Erasmus+ viðurkennir hæfni Iðunnar til að skipuleggja og framkvæma náms-og þjálfunarverkefni sem er byggir á alþjóðastefnu Iðunnar (Alþjóðastefna Iðunnar).