Erasmus+ fyrir iðnnema

Erasmus+ er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins. Iðan hefur um árabil veitt fólki sem tengist iðnaði styrki til starfsþjálfunar í fyrirtækjum, á ýmiskonar námskeið, starfsspeglun og fleira.

Hverjir geta sótt um styrk?

Iðnnemar sem eru á íslenskum námssamning og hafa náð 18 ára aldri.

Hvaða iðngreinar eru í boði?

Allar löggildar iðngreinar nema rafiðngreinar.

Hvert get ég farið?

Öll lönd í Evrópu koma til greina en tengslanet Iðunnar er misjafnt eftir löndum.  Vinsæl lönd hafa t.d. verið Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Eistland, Finnland og Danmörk.

Hversu lengi get ég verið?

Lágmarkstími eru 4 vikur og hámarkstími eru 12 mánuðir.

Hversu hár er styrkurinn?

Styrkjaupphæðir eru mismunandi eftir móttökulöndum og lengd dvalar. Algeng styrkupphæð er um 100 € á dag.

Er styrkurinn skattskyldur?

Meginreglan er að styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna. Nánari upplýsingar hér: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/styrkir/