Erasmus+ er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins. Iðan hefur um árabil veitt fólki sem tengist iðnaði styrki til starfsþjálfunar í fyrirtækjum, á ýmiskonar námskeið, starfsspeglun og fleira.
Leiðbeinendur, starfsfólk og nefndarfólk Iðunnar.
Starfsspeglun (job shadowing), gestakennsla í stofnunum og fyrirtækjum, fagtengd námskeið og þjálfun og þátttaka starfsfólk í nemakeppnum.
Öll lönd í Evrópu koma til greina en tenglanet Iðunnar er misjafnt eftir löndum. Vinsæl lönd hafa t.d. verið Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Eistland, Finnland og Danmörk.
Frá tveimur og upp í þrjátíu daga.
Styrkurinn er mjög misjafn eftir því hvert er farið og að hvaða tilefni.
Meginreglan er að styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna. Nánari upplýsingar hér: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/styrkir/