Erasmus+ fyrir starfsfólk

Erasmus+ er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins. Iðan hefur um árabil veitt fólki sem tengist iðnaði styrki til starfsþjálfunar í fyrirtækjum, á ýmiskonar námskeið, starfsspeglun og fleira.

Hverjir geta sótt um styrk?

Leiðbeinendur, starfsfólk og nefndarfólk Iðunnar.

Hvaða fræðsluflokkar eru í boði?

Starfsspeglun (job shadowing), gestakennsla í stofnunum og fyrirtækjum, fagtengd námskeið og þjálfun og þátttaka starfsfólk í nemakeppnum.

Hvert get ég farið?

Öll lönd í Evrópu koma til greina en tenglanet Iðunnar er misjafnt eftir löndum.  Vinsæl lönd hafa t.d. verið Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Eistland, Finnland og Danmörk.

Hversu lengi get ég verið?

Frá tveimur og upp í þrjátíu daga.

Hversu hár er styrkurinn?

Styrkurinn er mjög misjafn eftir því hvert er farið og að hvaða tilefni.

Er styrkurinn skattskyldur?

Meginreglan er að styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna. Nánari upplýsingar hér: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/styrkir/