Iðan fræðslusetur veitir styrki vegna ferðakostnaðar til félagsmanna á landsbyggðinni til að sækja námskeið.
Ferðastyrkur er eingöngu veittur vegna námskeiða hjá Iðunni og getur aldrei orðið hærri en 90 þúsund kr á ári.
Ferðastyrkur er eingöngu greiddur vegna staðnáms þegar sama nám stendur ekki til boða sem fjarnám.
Ferðastyrkur er greiddur eftir að félagsmaður hefur staðist námskeið og það er að fullu greitt.
Félagsmaður þarf að hafa greitt símenntagjald í að lágmarki sex mánuði áður en hann telst eiga rétt á styrk.
Vegalengdir eru miðaðar við uppgefnar mælingar Vegagerðar ríkisins.