Fyrirtæki geta sótt um styrk til Iðunnar ein og sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki, fræðsluaðila og/eða stéttarfélög sem aðild eiga að Iðunni, í gegnum vefinn attin.is
Umsókn er rafræn og sótt skal um á attin.is. Ef ekki er búið að halda námskeiðið þarf að fylgja tilboð fræðsluaðila með upplýsingum um fræðsluna og áætlaðan markhóp (þ.e. hvaða starfsgreinar) innan fyrirtækisins. Þegar sótt er um námskeið, sem hefur verið haldið, þarf að fylgja afrit af reikningi fræðsluaðila ásamt lista yfir þátttakendur með nöfnum, kennitölum og stéttarfélagsaðild. Reikningur fræðsluaðila þarf að vera stílaður á kennitölu fyrirtækisins.