Iðan tekur þátt í alþjóðastarfi sem nýtist félagsfólki og aðildarfélögum okkar. Tilgangurinn er að efla fagkunnáttu og miðla sérfræðiþekkingu. Markmið samstarfsverkefna er að auka gæði og deila nýjungum með öðrum þvert á fag- og starfsgreinar. Einnig er mikilvægt að efla vinnu þvert á landamæri.
Tilraunaverkefni um örfræðslu og örgráður (e.microcredentials)
Í ársbyrjun 2024 var gengið frá samningi um þátttöku Iðunnar fræðsluseturs í þróunarverkefninu Upskilling the EU Hospitality Industry with Portable Micro-Credentials. Verkefnið hlaut 900 þúsund evra styrk úr KA2 – Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins og miðar að því að þróa örfræðslu og örgráður (e. micro credentials) í því skyni að styðja við símenntun og viðbótarþjálfun (e. upskilling) starfsmanna í hótel- og veitingageiranum. Verkefnið fellur undir Partnerships for Innovation - Forward-Looking Projects.
Verkefnið er til þriggja ára og því er stýrt af UCN (University college Nordjylland) í Danmörku. Þátttakendur í verkefninu eru:
Innan ESB er mikil áhersla lögð á þróun og innleiðingu á örnámskeiða og stafrænum mörkum. Þar á bæ er sá skilningur ríkjandi að örfræðsla sem studd er öruggri vottun með stafrænum viðurkenningum geri fræðslu aðgengilegri og fólki einfaldara um vik að afla sér nauðsynlegrar færni og hæfni fyrir þátttöku á vinnumarkaði sem er í stöðugri þróun. Þessi fræðsluleið kemur ekki í stað hefðbundinnar menntunar heldur er um að ræða hreina viðbótarþjálfun sem er til þess gerð að mæta bæði óskum einstaklinga og kröfum vinnumarkaðarins.
The MCEU project is funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor the granting authority can be held responsible for them.
Er verkefni sem fjallar um stafræna umbreytingu gæðaviðurkenninga fyrir fyrirmyndarfyrirtæki sem senda og/eða taka á móti iðnnemum/nýsveinum í vinnustaðanám. Um er að ræða nýsköpunar -og tilraunaverkefni. Hópurinn samanstendur af Samtökum iðnaðarins í Frakklandi, frönskum verkmenntaskóla (grunn- og símenntun), dönskum verkmenntaskóla (grunn- og símenntun), austurrískum samtökum um náms-og starfsmannskipti og austurrískri rannsóknarstofu ásamt dönsku sprotafyrirtæki á sviði stafrænna umbreytinga.
https://www.artisanatpaysdelaloire.fr/
https://ifa.or.at/en/go-austria/
https://www.artisanat.fr/
https://www.eucsyd.dk/
https://3s.co.at/en/
https://diplomasafe.com/
Heimasíða EQAMOB
VISKA er Erasmus KA 3 stefnumótunarverkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Iðan fræðslusetur stýrðu fyrir hönd Mennta- og barnamálaráðuneytis. Skills Norway var með yfirumsjón með verkefninu fyrir hönd norska Menntamálaráðuneytisins. Aðrir samstarfsaðilar voru frá Belgíu, flæmska menntamálaráðuneytinu og frá Írlandi, Quality and Qualifications Ireland – QQI auk Cork Institution of Technology var rannsóknaraðili. Verkefnið hófst í febrúar 2017 og því lauk árið 2020.
NIKK verkefnið stóð yfir frá árinu 2017-2018 og fjallaði um kynbundið náms- og starfsval í iðn- og starfsnámi og hvernig væri hægt að vekja athygli á jafnrétti til iðnnáms óháð kyni með sérstakri áherslu á vinnustaðanám. Gefin var út skýrsla um jafnréttismál í iðn- og starfsnámi árið 2019 (Jämställdhet i arbetsplatsförlagt lärande, Norden). Niðurstöður hennar voru afgerandi og kölluðu á aðgerðir í atvinnulífinu.
Verkefni hlaut styrk frá Norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti (Nordisk information för kunskap om kön) og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
PaintingSkillsAcademy (PSA) / (Meistarafærni í málaraiðn) var 3ja ára Erasmus+ samstarfsverkefni 24 aðila í Evrópu. Verkefnið hófst 2019 og því lauk 2022. Markmið verkefnisins var að þróa, efla og fjalla um grunnnám og símenntun í málaraiðn og koma á laggirnar vettvangi fyrir kennslu og þjálfun í málaraiðn í Evrópu. Tækifæri í raunfærnimati og mat og viðurkenningu á námi og starfsreynslu í Evrópu voru einnig tekin fyrir. Þá voru sérstaklega skoðuð færniviðmið og hæfniviðmið starfa í málaraiðn í Evrópu. Lokaskýrslu verkefnisins má lesa hér.
Iðan fræðslusetur tók þátt í alþjóðlegu verkefni sem bar heitið Þróun iðnnáms sem stuðlar að félagslegri inngildingu– pólsk-skandinavísk skipti á reynslu og góðumvinnubrögðum (Development of vocational education aiming at social inclusion – Polish-Scandinavian exchange of experience and good practice). Verkefnið hófst 2021 og lauk árið 2022. Verkefnið var styrkt af EEA Grants sem eru styrkir fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Markmið þeirra eru að stuðla að jafnari Evrópu, bæði félagslega og efnahagslega og að efla tengsl Íslands, Liechtenstein og Noregs og 15 styrkþegaríkja í Evrópu. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta faglega hæfni og tungumálakunnáttu þátttakenda og koma á fót samstarfi sem miðar að því að bæta gæði iðnmenntunar. Tilgangur okkar með verkefninu var að kynnast menntakerfi og atvinnulífinu í Póllandi og Noregi og byggja upp tengsl. Þessi samvinna hjálpaði okkur við að skilja betur pólska og norska menntakerfið og þar af leiðandi veita okkar félagsmönnum og fyrirtækjum betri þjónustu.
Hlekkur á lokaskýrslur verkefnisins á ensku og pólsku:
Verkefnið MOB’ INNOV – Mobility and Innovation hófst 2019 og lauk 2022.
Markmið verkefnisins var að bæta upplýsingar um námsferðir fyrir starfsfólk og að búa til viðmið um það hvað skóli, félag eða fyrirtæki þurfi að búa yfir til að geta talist vera öndvegissetur í starfsmenntun. Afurð þessa verkefnis nýtist aðilum Iðunnar vel. Áhugasamir geta skoðað vef sem meðlimir Euro Apprenticeship koma að upp þar sem gefin eru góð dæmi um námsferðir.
Fulltrúar verkefnisins um námsferðir og nýsköpun koma frá menntamálaráðuneytinu í Katalóníu GENCAT, EUC-SYD verkmenntaskóla í Danmörku, IFA landssamtök um námsmannaskipta í eigu austurríska hagaðila í atvinnulífinu, frá Frakklandi eru tveir fulltrúar CMA, landsamtök atvinnurekenda í handverksiðnaði og verkmenntaskóla Les Compagnons du devior og frá Íslandi eru fulltrúar frá Iðunni fræðslusetri.
Í þessu verkefni unnu samstarfsaðilar Erasmus+ Ambassadors að því að auka þekkingu og áhuga fyrirtækja á að senda og taka á móti nemum í námsmannaskiptum í Evrópu. Verkefnið hófst árið 2020 og lauk árið 2022. Lokaskýrslu verkefnisins má finna hér.
Þátttökuþjóðir í verkefninu voru auk Íslands, Frakkland, Belgía, Ítalía og Austurríki.