Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra grunnatriði stafrænnar teikningar og 3D-hönnunar, sérstaklega byrjendum í tækniteikningu, hönnun og frumgerðavinnu. Einnig kjörið fyrir þá sem vilja nýta ókeypis skýjalausnir.
Að leiða áhugasama inn í veruleika tölvuteikninga á einfaldan og ódýran hátt. Að kynna þátttakendum Onshape sem notendavænt, skýjabyggt CAD-verkfæri og gera þá færari í að búa til, breyta og deila einföldum 3D-líkönum í vafra.
Almenn umfjöllun:• Hvað Onshape er og hvernig það virkar• Helstu kosti og takmarkanir kerfisins• Skýjagrundvöll, samvinnu og rauntíma-uppfærslur• Grunnskref í 3D módelun og teikningu• Yfirlit yfir verkefnaskrá, vinnusvæði og stillingar