Málmsuðudagurinn er vettvangur þar sem fagfólk í málmsuðu kemur saman til að fræðast, ræða þróun greinarinnar og sækja innblástur ásamt því að hafa gaman. Hér mætast hagnýt reynsla, fræðileg nálgun og framtíðarsýn í suðutækni og menntun.
Fulltrúar frá Cranfield University kynna einstakt MSc-nám í málmsuðu – eina meistaranámið sinnar tegundar í heiminum. Fjallað verður um hvernig hægt er að byggja háskólanám ofan á starfsreynslu og hvaða leiðir standa fagfólki til boða sem vill auka vægi sitt og sérþekkingu í greininni.
Jacob Paul Bailey, reyndur breskur suðuverkfræðingur, deilir reynslu sinni af flóknum verkefnum úr alþjóðlegum iðnaði. Hann sýnir hvernig hagnýt kunnátta, fagleg nálgun og margra ára reynsla geta skapað fjölbreytt tækifæri og leitt til lykilstöðu innan greinarinnar.
Að fyrirlestrum loknum er boðið upp á léttar veitingar og stutt uppistand með Dóra DNA.