Þetta námskeið er fyrir alla sem þurfa að skila gögnum til byggingarfulltrúa vegna öryggis- og lokaúttektar á byggingum. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum skýra innsýn í öryggis- og lokaúttektir samkvæmt gildandi byggingarreglugerð og auðvelda þeim þannig skil á gögnum. Farið verður yfir helstu reglugerðarkröfur, framkvæmd skoðana, ábyrgð aðila, skráningu gagna og hvernig tryggja á að mannvirki uppfylli allar kröfur áður en lokaúttekt fer fram. Fjallað verður ferli öryggis- og lokaúttekta og hlutverk og ábyrgð byggingarstjóra, iðnmeistara, verktaka, byggingarfulltrúa og slökkviliðs. Tekin verða raunveruleg dæmi og fjallað um þau til að tryggja hagnýta nálgun sem nýtist í daglegu starfi.
Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði. Gervigreind hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur læra að nota ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri til að leysa raunveruleg verkefni úr byggingariðnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á að skilja bæði styrkleika og takmarkanir ChatGPT svo hægt sé að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt. Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.
Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti. Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu. Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við Garðyrkjuskólann - FSu.
Þetta námskeið er fyrir minni og meðalstóra verktaka sem vilja nýta einfalda og þægilega lausn til að koma upp einföldu verkbókaldi. Markmiðið námskeiðsins er að kynna þátttakendum helstu eiginleika og virkni Kozmoz appsins og einfalda notkun þess á verkstað í síma og spjaldtölvu. Meðal þess sem Kozmoz appið býður uppá og farið verður yfir á námskeiðinu: Sækir ítarupplýsingar um verkstað í fasteignaskrá HMS. Sjálfvirk tímaskráning sem hefst þegar notandi nálgast verkstað og stöðvast þegar notandi yfirgefur verkstað. Handvirk tímaskráning þar sem notandi stimplar sig sjálfur inn og út. Skýrslur í Excel og PDF formi. Appið sækir sjálfkrafa rafræna reikninga fyrir öllum útlögðum kostnaði og tengir við rétt verkefni. Teikningar frá sveitarfélögum sóttar sjálfvirkt fyrir öll stofnuð verkefni. Þátttakendur fá fría áskrift í tvo mánuði að appinu. Nánari upplýsingar um appið má finna á www.kozmoz.app
Þetta námskeið fjallar um skyldur og verkefni eldvarnarfulltrúa. Eldvarnarfulltrúi annast daglegar skyldur eiganda er varða brunavarnir bygginga. Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Farið verður yfir lög og reglugerðir er varða viðfangsefnið. Það eru margir aðilar sem koma að brunavörnum bygginga, bæði innan og utan fyrirtækja, farið verður yfir hlutverk hvers aðila og hvernig þessir aðilar tengjast eldvarnarfulltrúanum. Eitt af því sem farið verður yfir er gerð þjónustusamninga og verkefni viðurkenndra þjónustuaðila. Kynnt verður mikilvægi viðbragðsáætlana og hvernig skrásetningu brunavarna er almennt háttað auk þess sem farið verður yfir mikilvægi samþykktra aðaluppdrátta.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur fá að framkvæma slíkar mælingar.
Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.
Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.
Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.
Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00