Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Þetta er námskeið fyrir húsasmiði sem vinna við nýsmíði og endurnýjun á þökum. Markmið þess er að kenna þátttakendum hvernig ganga eigi frá þökum þannig að þau fúni ekki eða skemmist af völdum myglusvepps. Farið er í helstu orsakir skemmda af völdum raka og hvernig best sé að ganga frá loftun. Fjallað er um loftunarleiðir og frágang klæðninga og rakavarnar.
Þetta námskeið er fyrir verðandi iðnmeistara. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem selja út efni, vinnu og tæki. Markmið þess er að kenna þátttakendum útreikning á nauðsynlegri álagningu á tilboðs- og tímavinnu. Á námskeiðinu er stuðst við reiknilíkön í excel ásamt nýrri útgáfu af forritinu TAXTA og er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel. Þátttakendur eiga að mæta með tölvu á námskeiðið.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Þetta námskeið er ætlað pípulagningamönnum, hönnuðum og öðrum sem annast húsumsjón. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um virkni hringrásar-, húskerfa- og þrýstiaukadæla. Farið er yfir helstu atriði sem lúta að útreikningum á flæði og lyftigetu hringrásardæla og er þá horft til algengustu gerða þeirra. Uppsetningu og stillingu á stjórnkerfum dælanna verða gerð góð skil auk þess sem farið verður yfir tengingar við hússtjórnarkerfi. Jafnframt verður farið lauslega yfir þrýstiaukadælur fyrir t.d. hærri byggingar.
Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.
Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.
Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum byggingarstjórum og öðrum starfsmönnum byggingafyrirtækja sem koma að gæðastýringu verkefna. Tilgangur þess er að þátttakendur verði færir um að halda utan um eigin úttektir og verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Farið verður yfir á einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja ákvæðum laga og reglugerða um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Námskeiðið er að hluta verklegt og þurfa þátttakendur að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu. Sýnt verður á einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour.
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Þetta er námskeið fyrir alla sem setja glugga í steinsteypt hús og þétta með þeim. Farið er yfir kröfur um eiginleika glugga í íslenskri byggingarreglugerð og merkingu hugtakanna tveggja þrepa þétting, rakaflæði, rakastreymi o.s.frv. Skoðað er dæmu um framleiðslustýringu í glugga- og hurðaverksmiðju, kröfurnar til að mega CE merkja glugga og hurðir og sýnd dæmi um hættumat í framleiðslunni, verkferla, verklýsingar og gæðaeftirlit. Fjallað verður um aðferðafræðina við framkvæmd slagregnsprófa á gluggum og hurðum samkvæmt kröfum um CE merkingar og þar með kröfum í byggingarreglugerð. Farið verður í saumana á hvernig hægt er með einföldum hætti að gera sambæilegt slagregnspróf á glugga, endanlega frágengnum í vegg á byggingarstað með svipuðum hætti og þegar þéttleiki glugga er prófaður í tilraunastofu. Að lokum framkvæma þátttakendur sjálfir próf á þéttleika á gluggaþéttingu.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara í byggingagreinum. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.
Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.
Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.
Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00