Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

CE merkingar byggingavara

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum. Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.

Fallvarnir

Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa. Fjallað er um vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður. Farið er yfir notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum. Einnig verður fjallað um viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna.

Gluggaísetningar og þéttingar

Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem ætla setja glugga í hús og vilja gera það með sem öruggustum hætti. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um helstu aðferðir við gluggaísetningar og hvaða aðferðir hafa reynst best til á Íslandi. Fjallað er um skilgreiningar á gluggumm CE vottun og kröfur til glugga. Farið er yfir gluggagerðir og aðferðir til ísetningu þeirra í mismunandi gerðir húsa. Fjallað er ítarlega um þéttingar með gluggum, mismunandi aðferðir og þéttiefni. Námskeiðið byggir á lokaverkefni leiðbeinenda í byggingatæknifræði við HR 2019.

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.

Lengd

...

Kennarar

Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur Svansins
Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

0 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem leggja hitalagnir í gólf og þurfa að stilla kerfin. Fjallað erum gerð og eiginleika gólfhitastýringa, helstu kerfisgerðir og uppsetningar. Farið verður yfir gólfhitasýringar Icon 2 og ECL stöðvar og um tengingar og stillingar.

Lengd

...

Kennari

Haukur Tómasson, rafiðnfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.

Lengd

...

Kennari

Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Lengd

...

Kennarar

Helga María Adolfsdóttir, Byggingafræðingur
Lilja Sigurrós Davíðsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

48.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennarar

Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur
Gunnar Pétursson, lögfræðingur
Jón Freyr Sigurðsson, öryggis- og gæðastjóri
Þórhallur Óskarsson, sérfræðingur HMS

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

11.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.

Lengd

...

Kennari

Bjarni Þór Kristjánsson

Staðsetning

Safnasvæðið Akranesi

Fullt verð:

56.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

14.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Lengd

...

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

56.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

14.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Á þessum fræðslufundi verður fjallað um gervigreind og hvernig hún hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Farið verður lauslega yfir stafræna hönnun og BIM og fjallað verður um tækninýjungar sem stýrast af gervigreind eins og róbóta, dróna o.fl. Að loknum fyrirlestri verða fyrirspurnir og umræður. Fyrirlesari er Hjörtur Sigurðsson hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð. Hjörtur hefur víðtæka reynslu af störfum hjá leiðandi verktökum og verkfræðistofum, bæði á Íslandi og erlendis, þar sem hann hefur gegnt lykilhlutverkum í þróun og innleiðingu tæknilausna fyrir byggingariðnaðinn.

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

0 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

32.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

8.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er fyrir trésmiði sem smíða og setja upp innihurðir og glerveggi. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á smíði, uppsetningu og frágangi brunahólfandi hurða og glugga og efnum sem notuð eru og því hlutverki sem þeir gegna fyrir brunavarnir húsa og öryggi fólks.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

Nýtt

Þjónustuaðilar brunavarna

Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.

Steinsteypa - frá hráefni til byggingar

Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.

Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma. ​

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

4.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Bókaást

Hlaðvörp

Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar 

Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við...
Hlaðvörp

Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? 

Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu...
Hlaðvörp

Magnað ferðalag sem hófst á flugsýningu í...

Kjartan Hreinsson, grafískur hönnuður, segir frá bókinni um Óla K. blaðaljósmyndara

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband