Íslenski landsliðshópurinn er kominn heim eftir ánægjulega og árangursríka viku á Evrópumóti iðngreina sem haldið var í Herning í Danmörku í vikunni. Í dag mun forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, taka á móti hópnum á Bessastöðum. Árangur landsliðsins er sérlega glæstur í ár og hlaut Gunnar Guðmundsson keppandi í iðnaðarrafmagni bronsverðlaun.
Yfir 100 námskeið eru nú þegar í boði hjá Iðunni á haustönn 2025 og stöðugt fleiri eru að bætast við á vefinn.