Gerð þrívíddar-hreyfimynda með After Effects og Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.
InDesign fyrir algjöra byrjendur kynnir byrjendum grunneiginleika og möguleika forritsins. Lykilatriði forritsins eru skoðuð með stuttum æfingum og sömuleiðis tengsl og samspil InDesign við nokkur önnur Creative Cloud forrit.
Á þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna og framleiða umhverfisvænar umbúðir. Kolefnissporið, íslensk lög og reglugerðir, gæðamál og vottanir.
Umbúðir eru mikilvægt sölu- og markaðstæki. Á þessu námskeiði er farið í undirstöðuþætti í markaðsfræði sem snúa sérstaklega að umbúðum.
Sérþekking á ferlinu er lykilatriði í því að geta tekið réttar ákvarðanir sem hönnuður eða stjórnandi þegar kemur að hönnun og framleiðslu umbúða. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í framleiðsluferli umbúða úr karton og pappa, farið yfir tímaáætlanir og framlegð, gefin innsýn í starf keyrslumenna í Heidelberg-prentsmiðju og skoðaðar nýjungar á markaði á borð við það að fá umbúðir í áskrift.
Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis verkfæri í Photoshop fyrir lengra komna og lögð áhersla á tól og val í forritinu sem byggja á gervigreind.
Hvaða mikilvægu þætti þarf að hafa í huga í grafískri hönnun umbúða. Rannsóknarvinna hönnuðar og nauðsynlegar upplýsingar. Kassa- og formteikningar og algeng mistök.
Hvernig verður umbúðaformið til og hvaða verkfæri þarf formhönnuður að nota við vinnu sína?
Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði í vinnslu ljósmynda frá upphafi til umbrots.
Í þessu hagnýta og stutta vefnámskeiði sýnir Sigurður Ármannsson hönnuður hvernig má búa til einfaldan, þríbrotinn bækling í Indesign.
Örnámskeið um textavinnslu í InDesign hugbúnaðinum frá Adobe.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00