Fréttir
13. júní 2025

Áhugaverður netviðburður um örnám og starfsþróun

Áhugaverður netviðburður um örnám og starfsþróun

Danska fyrirtækið Diplomasafe stendur fyrir áhugaverðum netviðburði á vegum MCEU verkefnisins fimmtudaginn 19. júní nk. frá kl. 8.00-13.00.

Viðburðurinn er hluti af ráðstefnunni „Verifiable Credentials for a Changing Europe“ og er skipulagður í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og University College of Northern Denmark (UCN).

Um er að ræða hringborð þar sem fjallað verður um notkun örnáms (micro-credentials) við endur- og símenntun í ferðaþjónustu, í samræmi við áherslur Evrópusambandsins á starfsþróun og símenntun. Þetta er annað hringborðið sem boðið er upp á í tengslum við MCEU verkefnið sem Iðan fræðslusetur og SAF eru aðilar að.

Hringborðið er tilvalinn vettvangur fyrir fagfólk, leiðtoga, kennara, stjórnendur og stefnumótandi aðila sem hafa áhuga á því að byggja upp fagfólk framtíðarinnar. Fólki er velkomið að líta inn á veffundinn sem mun standa yfir frá kl. 8.00-13.00 fimmtudaginn 19.júní og kynna sér eitthvað af eftirfarandi en á meðal dagskrárliða eru:

  • Hlutverk örnáms í starfsþróun og fyrirtækjafræðslu
  • Lifandi kynning á rafrænum vettvangi Diplomasafe fyrir útgáfu örnámsviðurkenninga
  • Pallborðsumræður um símenntun og endurmenntun starfsfólks í veitingaiðnaði með örviðurkenningum
  • Innsýn frá sérfræðingum í greininni, menntastofnunum og stjórnmálamönnum ESB

Ræðumenn:

  • Isabel Ladrón Arroyo, stefnumótunarfulltrúi, DG EMPL, Evrópusambandið
  • Alla Aboudaka, stofnandi Access Advisors
  • Mikkel Egehave, framkvæmdastjóri Diplomasafe
  • Fleiri verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur

Skráðu þig hér til að taka þátt í þessu mikilvæga samtali.

Fleiri fréttir