Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Vatnsvarnarkerfi Preprufe

Vatnsvarnarkerfi Preprufe Þetta námskeið er fyrir alla þá sem koma að hönnun og framkvæmdum við byggingu steyptra mannvirkja sem eru neðan jarðvegs og þarf að verja fyrir grunnvatni og sjó. Umfjöllunarefni er Preprufe Plus, vatnsvörn fyrir steinsteypt mannvirki neðanjarðar. Fjallað verður um aðferðafræðina, tæknina og helstu þéttidúkana / efnin sem eru notuð til að tryggja varanlega vörn gegn lekum. Preprufe Plus lausnin hefur verið notuð í meira en 25 ár og hentar sem vörn fyrir fjölbreytta byggingarhluta eins og t.d. botnplötur, sökkla, kjallara, bílakjallara og önnur steypt mannvirki sem ná niður fyrir grunnvatns og sjávarstöðu. Einnig verða kynntir helstu dúkarnir/efnin ásamt sýningu á hvernig dúkurinn er lagður og tryggður i t.d. hornum og kverkum. Fyrirlesari er Anders Mattsson, sölustjóri hjá GCP Sweden AB sem er hluti af Saint-Gobain construction Chemicals.

Mannvirkjaskrá

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Nýtt

Stefnumót við hönnuð-Möguleikar Illustrator

Hvernig nýta hönnuðir sér Illustrator og hvernig spilar forritið saman við önnur Adobe-forrit? Hver er þróunin í notkun þess með tilkomu gervigreindar og hvaða skemmtilegu möguleika býður forritið upp á í hönnunarvinnu? Þessum spurningum mun Björn Þór Björnsson margreyndur grafískur hönnuður svara. Hann fer yfir nýjustu útgáfu Illustrator og deilir með þátttakendum nokkrum nýlegum verkefnum sem hann vann í forritinu.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Auglýsingakerfi Facebook

Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

+ Fleiri námskeið

Bókaást

Hlaðvörp

Fólk segist ekki nenna að eiga bækur á...

Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur haslar sér völl sem rithöfundur
Hlaðvörp

Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar 

Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við...
Hlaðvörp

Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? 

Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu...
Hlaðvörp

Magnað ferðalag sem hófst á flugsýningu í...

Kjartan Hreinsson, grafískur hönnuður, segir frá bókinni um Óla K. blaðaljósmyndara

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband