IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til opinna fræðslufunda í vetur um framtíðarhorfur, stefnur og hugtök sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. Fundirnir eru ætlaðir öllu starfsfólki sem áhuga hefur á málefninu.
Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. september nk. í húsnæði IÐUNNAR að vatnagörðum 20. Yfirskrift fundarins, hvað er fjórða iðnbyltingin og stendur hann frá 8:30 - 10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Bein útsending verður á Ustream rás IÐUNNAR fræðsluseturs og á vefnum www.si.is.
9.30 – 10.00 fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri: Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs