Útskrift í raunfærnimati

Fyrsti hópur sem lauk raunfærnimati á móti hæfnikröfum starfa útskrifaðist í dag frá IÐUNNI fræðslusetri.

Fyrsti hópur sem lauk raunfærnimati á móti hæfnikröfum starfa útskrifaðist í dag frá IÐUNNI fræðslusetri. Fimm þátttakendur luku raunfærnimatinu fyrir þernur og stóðu sig með mikilli prýði.

Allar þernurnar starfa hjá Center hotels og var verkefnið unnið í samvinnu við hótelið. Útskriftin fór fram á Center hotels þar sem þátttakendur fengu afhent hæfniskírteini og hótelið bauð upp á veitingar í tilefni dagsins.

IÐAN óskar þátttakendum innilega til hamingju með frábæran árangur og þakkar fyrir gott samstarf.

Smelltu hér til að fá ráðgjöf í raunfærnimati

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband