Kennslustund í konfekthönnun

Auglýsingastofan VORAR fékk það skemmtilega hlutverk að hanna þrjá nýja konfektmola fyrir Nóa-Siríus. Augnablik í iðnaði lék forvitni á að vita hvernig hönnuðir nálgast svo krefjandi verkefni sem væntanlega stór hluti þjóðarinnar hefur skoðun á.

Við skelltum okkur því í Kringluna og hittum þær Hrönn framkvæmdastjóra VORAR og Dagný hönnuð, en þær hafa lengi unnið með Nóa-Siríus og þekkja fyrirtækið vel.

Í þessu fróðlega viðtali upplýsa þær stöllur okkur um ótal þætti sem hafa þarf í huga við hönnun af þessu tagi. Verkefnið kallar að þeirra sögn á mikla samvinnu fyrirtækjanna og þurfti meira að segja að hafa framleiðendur vélanna í tækjasal Nóa-Siríus með í ráðum þannig að allt gengi upp. Nói-Siríus lagði fram þrjár nýjar bragðtegundir og þurfti hönnun VORAR að endurspegla þær sem best.

Að sjálfsögðu enduðum við svo viðtalið á að smakka nýju konfektmolana sem komu út í haust og eru frábær viðbót við súkkulaðiflóru okkar Íslendinga.

Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband