Ævintýralegar jeppabeytingar með Arctic Trucks

Emil Grímsson framkvæmdastjóri Arctic Trucks hefur verið lengi í bransanum og séð fyrirtækið þróast í það að vera eitt fremsta í heiminum í sínum geira. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast um leið mikillar nákvæmni.

  Emil segir að á árunum 1980-90 hafi verið mikill uppgangur í jeppabreytingu á Íslandi og voru þær unnar undir merkjum Toyota. Árið 2005 varð svo Arctic Trucks til sem sjálfstætt félag og þar með opnaðist sá möguleiki að vinna með fleiri vörumerkjum.

  Fyrirtækið hefur aflað sér gríðarlega reynslu og hefur m.a. unnið fyrir norska og sænska herinn ásamt því að finna leið til þess að nota breytta jeppa á Suðurskautslandinu. Það krafðist gífurlegrar útsjónarsemi með því að minnka eldsneytisnotkun og auka hraða þar sem bíllinn gæti jafnframt unnið í miklum kulda.

  Í dag er megin fókus fyrirtækisins á að þjónusta jeppaeigendur, með því að framkvæma minni breytingar sem henta lífsstíl þeirra sem vilja nota jeppana til fjallaferða. Emil segir að mest sé um hefðbundnar breytingar að ræða þar sem 33-37 tommu dekk eru sett undir bílinn sem hægt er að keyra á 10-12 pundum. Slíkur útbúnaður gefur mikla möguleika og gerir ferðalagið um hálendið miklu þægilegra. „ Markmiðið með að setja stærri dekk undir er svo hægt sé að hleypa lofti úr þeim“ segir hann.

  En dekkin eru ekki það eina sem þarf að huga að heldur skiptir þyngdarpunktur, bil á milli hjóla og fjöðrun miklu máli.

  38 tommu dekk geta keyrt á jöklum nánast allt árið segir Emil en nefnir jafnframt að því stærri sem dekkin eru því sérhæfðara viðhald þurfi að koma til sögunnar. 

  Viðtalið við Emil er einnig á hlaðvarpinu okkar Augnablik í iðnaði.

  Þú getur gerst áskrifandi að Augnablik í iðnaði á Spotify eða Soundcloud.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband