Um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn

Vignir Örn Guðmundsson, rekstrarstjóri vöruþróunnar hjá CCP fyrir Eve Online, mætti til okkar í Augnablik í iðnaði að spjalla um tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi.

  • Fjórða iðnbyltingin

Vignir Örn stundaði grunnnám í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík og kemst þar í fyrsta sinn í kynni við tölvunarfræði sem heillar hann mjög. Hann var að eigin sögn „mjög svekktur" að uppgötvar þennan áhuga sinn svo seint á og „hefði kannski 15 árum fyrr viljað fá fyrstu kynninguna ekki tvítugur sko." Þessi áhugi verður svo til þess að hann lýkur meistaranámi í tölvunarfræði við HR þaðan sem leið hans lá eftir nokkrum krókaleiðum til CCP.

Vignir er fyrrverandi formaður IGI (Icelandic Gaming Industry), samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi. IGI eru hagsmunasamtök sem tala fyrir betri leikjaiðnaði á Íslandi og voru stofnuð í kringum 2008 um það bil þegar fyrsta bylgja íslenskra leikjafyrirtækja er að ryðja sér til rúms. Á þeim tíma má segja að íslenski markaðurinn hafi náð þeim þroska að mikilvægt var orðið fyrir fyrirtækin að stilla saman strengi sína, enda margt sem mátti bæta, t.d. hvað stuðning við leikjafyrirtæki varðar.

Nýleg gögn sýna að um 380 manns starfa í íslenskum tölvuleikjaiðnaði í dag, þar af um 240 - 250 hjá CCP á íslandi. Um 17 virk leikjafyrirtæki eru í rekstri og fleiri sem eru með einhversskonar starfsemi sem tengjast iðnaðinum. Leikjaiðnaðurinn er kreppuþolinn ef svo má að orði komast og hefur störfum þar, í núverandi ástandi, fjölgað úr 345 í 380. 

Við mælum eindregið með þessu áhugaverða viðtali við Vigni Guðmundsson.

Hlustaðu á fleiri þætti af Augnablik í iðnaði á Spotify eða Soundcloud

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband