Mikill fjöldi fræðslumola í suðu fyrir sérfræðinga

Gústaf Adólf Hjaltason og Hilmar Brjánn Sigurðsson sérfræðingar í málmsuðu, hafa sett saman mikinn fjölda gagnlegra fræðslumola um málmsuðu og ýmislegt henni tengt.

  Frá því að Kóvid-19 setti mark sitt á verklega kennslu fyrir rúmu ári síðan hefur IÐAN fræðslusetur lagt metnað í að framleiða hagnýt kennslumyndskeið sem félagsmenn okkar og aðrir geta nýtt sér samhliða starfi eða öðru námi.

  Nú hafa Gústaf Adólf Hjaltason og Hilmar Brjánn Sigurðsson sett saman ellefu slík myndskeið um málmsuðu og munu eflaust setja saman fleiri myndskeið. Ekki síst ef þeim berast ábendingar um gott umfjöllunarefni.

  Nýjustu myndskeiðin fjalla um viðhald suðuvéla en þar er farið í helstu atriði í viðhaldi og umgengni suðuvéla og vélin sem er notuð til kennslu í IÐUNNI fræðslusetri kynnt. Varnarbúnað sem er notaður við suðu er mikilvægur og einn fræðslumolanna fjalar um suðuhjálma og ýmsar tegundir þeirra en mikil framþróun hefur orðið í framboði á slíkum búnaði. Þá er farið yfir kverksuðu. En kverksuða er ein af suðuaðferðum sem er algengast að nota í suðu málma. Þeir félagar sýna kverksuðu með 0.8 mm stálvír í plötu í liggjandi stöðu (PB) og nota til þess míkatrónik 300 púlsa vél.

  Það er óhætt að segja að nú geti fagfólk valið úr áhugaverðum fræðslumolum um suðu.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband