Nauðsynlegar vottanir í kæli -og frystiiðnaði

IÐAN tilnefndur matsaðili. Nokkkur fyrirtæki komin í ferli til vottunar.

Kristján Kristjánsson, sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR
Kristján Kristjánsson, sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR

  „Þetta er tímabært, fyrirtæki í iðnaðinum hafa beðið í nokkurn tíma eftir þessu,“ segir Kristján Kristjánsson sviðsstjóri málm- og véltæknisviðs en IÐAN fræðsusetur hefur verið tilnefnt sem matsaðili fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna með flúoraðar gróðurhúsalofttegundir samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins 2015/2067.

  Vottunin tekur til aðstöðu og tækjabúnaðar fyrirtækja sem annast uppsetningu, úreldingu, viðgerðir, viðhald eða þjónustu í tengslum við fastan kæli-, loftræsi- og varmadælubúnað sem inniheldur flúoraðar gróðurhúslofttegundir. „Vottunin er nauðsynleg mörgum fyrirtækjum og einstaklingum í íslenskum iðnaði en reglugerðin hefur þann tilgang að minnka notkun flúoraðra gróðurhúslofttegunda,“ segir Kristján og segir að nú þegar séu nokkur fyrirtæki komin í ferli til vottunar.

  „Við munum bjóða upp á fræðslu og ráðgjöf til bæði fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Kristján. Áhugasamir geta sent fyrirspurn á kristjan@idan.is

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband