Umsjón með gerð iðnmeistara- og skólasamninga - uppfærð frétt!

Þann 1. ágúst sl. tók gildi ný reglugerð um vinnustaðanám.

  Helsta breytingin er að frá 1. ágúst 2021 annast framhaldsskólar umsýslu með gerð og staðfestingu námssamninga iðnnema. Í nýrri reglugerð er jafnframt kveðið á um að innleiða skuli notkun á rafrænum ferilbókum í öllum greinum.

  Við hvetjum iðnmeistara og fyrirtæki sem tóku iðnnema í vinnustaðanám fyrir 1. ágúst sl. en hafa ekki gengið frá námssamning við nemann að senda okkur umsókn við fyrsta tækifæri sjá nánar umsóknareyðublað á heimasíðu IÐUNNAR.

  Iðnnemar sem kjósa að fylgja nýrri reglugerð og þar með skrá nám sitt á vinnustað í rafræna ferlibók hafa samband við sinn framhaldsskóla sem í framhaldi liðsinnir þeim um gerð námssamnings.

  Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 590-6400 eða með því að skrifa á netfangið: idan@idan.is

   

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband