Nýir möguleikar í rekstri iðnfyrirtækja

Eru verkefni að hlaðast upp eða vantar auka hendur til að sjá um ákveðin málefni?

Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla

    Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli um möguleika lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja að ráða til sín sérfræðinga í tímabundið starf eða lágt starfshlutfall.

    Þannig hafa fyrirtæki ráðið til sín fjármálastjóra í t.d. 10% hlutfall eða mannauðsstjóra í 40%. Allt eftir þörfum hvers og eins. Með slíkum leiðum er jafnvel hægt að auka sveigjanleika og lágmarka kostnað í rekstri.

    Harpa segir ferlið þannig að fyrirtæki hafi samband við Hoobla sem hjálpar þeim að finna sérfræðing sem hentar best. Þeir aðilar sem eru á skrá hjá Hoobla eru allt vel menntaðir einstaklingar með mikla reynslu.

    Helstu þjónustuflokkar Hoobla eru mannauðsmál, gæðamál, fjármál, upplýsingatækni, stjórnun, sala og markaðssetning og stafræn þróun. Innan þessara flokka má svo finna margbreytileg viðfangsefni eins og verkefnastjórnun, breytingastjórnun, rekstur og bókhald, lögfræðiráðgjöf og mannauðsmál og margt fleira.

    Hægt er að fræðast nánar um þjónustuframboð Hoobla hér eða með því að hlusta á hlaðvarpið. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband