Ungir bakaranemar í 4. sæti á heimsmeistaramóti

Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson.

Finnur Guðberg Ívarsson, keppandi og Haraldur Árni Þorvaldsson, þjálfari
Finnur Guðberg Ívarsson, keppandi og Haraldur Árni Þorvaldsson, þjálfari

  Mótið fór fram í Berlín og höfnuðu þeir félagar í 4. sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í mótinu.

  Haraldur Árni Þorvaldsson fagkennari í bakaraiðn var þjálfari strákanna. Hann sagðist hafa tekið strax eftir þeim á þeirra fyrsta ári í skólanum. „Þeir voru alltaf að hugsa eitthvað öðruvísi, þeir gátu aldrei bara gert venjulegt fransbrauð, heldur þurftu þeir að gera eitthvað langhefunar fransbrauð. Þeir voru alltaf að pæla og nota hugann. Það er það sem maður vill sjá í svona keppnum“.

  Finnur sagði þá Matthías hafa verið mjög skipulagða í keppninni og samtvinnað tvær uppskriftir í eina til þess að spara tíma. Það kom vel út. Styrkleiki þeirra fólst í fagmennsku og yfirveguðu viðmóti en þeir pössuðu jafnframt að hafa gaman af þessu, spiluðu tónlist og héldu uppi léttri stemningu.

  Þeir Finnur og Matthías eru aðeins 17 og 19 ára gamlir og þetta er frábær árangur hjá þessum ungu bakaranemum. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

   Hægt er að hlusta á alla hlaðvarpsþætti Augnabliks í iðnaði á Spotify og Soundcloud.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband