Nýr vefhugbúnaður fyrir byggingariðnað

Íslenskt fyrirtæki, þróar leiðandi vefhugbúnað fyrir byggingariðnað og fasteignamarkað.

Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT
Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT

Hlaðvarp Iðunnar, Augnablik í iðnaði mun á næstu misserum fjalla á fjölbreyttan hátt um nýsköpun í íslenskum iðnaði. Kristjana Guðbrandsdóttir sem leiðir þróun nýsköpunar hjá Iðunni fræðslusetri ræðir við öflugt fólk sem er að þróa nýjar lausnir og vörur og fólk sem hefur helgað sig stuðningi við nýsköpun.

Fyrsti gestur Kristjönu er Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT sem er íslenskt fyrirtæki sem þróar leiðandi vefhugbúnað fyrir byggingariðnað og fasteignamarkaðinn.

Markmið Róberts er að bjóða upp á gagnvirka lausn sem býður upp á góða yfirsýn við sölu stærri fasteignaverkefna hér heima og á erlendum mörkuðum.

Róbert ræðir um reynslu sína af því að byggja upp fyrirtækið og þá miklu vinnu sem fer í tengslamyndun við fjárfesta á stórum ráðstefnum á borð við SLUSH í Helsinki, bakgrunn sinn úr bankageiranum og hvernig hann nýtist í uppbyggingu nýrra lausna og síðast en ekki síst menningarmuninn sem hann finnur stundum fyrir en Róbert er alinn upp í Bandaríkjunum.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband