Sveinspróf

Sveinspróf í iðngrein veita lögvernduð réttindi til að starfa sjálfstætt við greinina og er mælikvarði á kunnáttu fagmanns. Að taka sveinspróf er merkilegur áfangi í þínu námi og Iðan fræðslusetur heldur utan um framkvæmd þeirra í mörgum greinum. Sveinspróf eru haldin a.m.k. einu sinni á ári í hverri iðngrein ef næg þátttaka næst.

Skrautmynd vegna Sveinsprófa-matreiðsla

Hvenær má ég sækja um í sveinspróf?

  • Þú þarft að hafa lokið rafrænni ferilbók
  • Þú þarft að hafa útskrifast úr skóla
  • Eða að vera á lokaönn í iðnnámi. Þá þarftu staðfestingu um útskrift frá þínum skóla.

Hvaða gögnum þarf ég að skila með umsókn um sveinspróf?

  • Staðfestingu að rafrænni ferilbók sé lokið
  • Burtfararskírteini úr skólanum með einkunnum
  • Eða staðfestingu á því að þú munir útskrifast á yfirstandandi önn

Ertu ekki í rafrænni ferilbók heldur á námssamningi eftir eldra kerfi?

  • Þá þarftu að senda lífeyrissjóðsyfirlit til staðfestingar á vinnutíma með umsókninni

Sveinsprófsnefndir hafa 4 vikur til að skila niðurstöðum sveinsprófa.

Með umsókn skal leggja fram

  • Burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi sé útskriftarefni
  • Staðfesting frá skóla úr rafrænni ferilbók
  • Ef nemi er ekki með námssamning í rafrænni ferilbók heldur á námssamningi samkvæmt eldra kerfi skal lífeyrissjóðsyfirlit til staðfestingar á vinnutíma jafnframt fylgja umsókninni

Veldu viðeigandi grein til að fá frekari upplýsingar um sveinsprófin, tímasetningu og umsóknarfrest

Sveinspróf í hönnunar- og handsverksgreinum

Sveinspróf í gull- og silfursmíði 

Næsta sveinsprófi í gull- og silfursmíði verður haldið dagana 2. júní til 6. júní nk.

Prófþáttalýsing

Sveinsprófsnefnd er skipuð samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf.

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í gull- og silfursmíði 2023-2027

Sveinspróf í klæðskurði

Næsta sveinsprófi í klæðskurði verður haldið dagana 1. júní til 5. júní nk. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2025.

Prófþáttalýsing

Sveinsprófsnefnd er skipuð samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf.

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í klæðskurði 2023-2026

Sveinspróf í kjólasaum

Næsta sveinspróf í kjólasaum verður haldið dagana 27.maí til 31.maí nk. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2025.

Prófþáttalýsing

Sveinsprófsnefnd er skipuð samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf.

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í kjólasaumi 2023-2026

Sveinspróf í snyrtigreinum

Sveinspróf í hársnyrtiiðn

Næsta sveinsprófi í hársnyrtiiðn verður haldið september - október 2025, bóklegt próf 15.sept, verklegt próf 27. sept - 19.október nk. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2025.

Prófþáttalýsing

Vísun í gömul próf

Sveinsprófsnefnd er skipuð samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf.

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í hársnyrtiiðn 2023-2027

Sveinspróf í snyrtifræði

Næsta sveinsprófi í snyrtifræði verður haldið september - október 2025, bóklegt próf 24.sept, verklegt próf 27. sept - 12.október nk. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2025.

Prófþáttalýsing

Vísun í gömul próf

Sveinsprófsnefnd er skipuð samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf.

Sveinsprófsnefnd:

Stjórnarráðið | Sveinsprófsnefnd í snyrtifræði 2023-2027

Sérúrræði

Próftaki sem óskar eftir sérúrræði í sveinsprófi, s.s. vegna lesblindu, þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa Iðunnar.

Iðan fræðslusetur leitast við að veita jöfn tækifæri til náms. Hér eru tilgreind þau úrræði sem boðið er upp á fyrir einstaklinga með fötlun eða aðra hömlun sem hindrar þá í námi. Skilyrði fyrir sérúrræðum í sveinsprófi eru að fyrir liggi greining viðeigandi sérfræðings.

Sérúrræðin geta falist í:

  • Lengri próftíma
  • Stærra letri á prófblöðum
  • Munnlegum prófum
  • Upplestri á prófum 

Hér er um almennan ramma að ræða en þarfir fólks eru ólíkar og því eru úrræðin að sama skapi einstaklingsmiðuð þar sem  hvert tilvik er metið sérstaklega.

Hvert skal leita?

Náms- og starfsráðgjöf Iðunnar fræðsluseturs hefur yfirumsjón með sérúrræðum og skal sá sem óskar eftir slíku fylla út umsóknareyðublað hér á vefnum. Vegna allra sérúrræða skal nemandi skila inn greiningu eða vottorði frá þar til bærum aðila til náms- og starfsráðgjafa. Það skal gert í síðasta lagi 2 vikum fyrir fyrsta próf. Mjög áríðandi er að virða þessi tímamörk.

  • Með fötlun er hér átt við andlega eða líkamlega fötlun, samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. laga um málefni fatlaðra.
  • Með sérþörfum/hömlun er hér átt við sértæka námsörðugleika og hamlanir sem hljótast af slysum, langvinnum veikindum eða af öðrum orsökum.