Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð, eins er fjallað um það hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Fjallað er um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika.
Á námskeiðinu er fjallað um helstu vínþrúgur, um ræktun og framleiðslu vína. Farið yfir mismunandi vínstíla, um geymslu á vínum og framreiðslu þeirra. Greining á einkennum vína og vínsmakk. Kennslan fer fram á ensku.
Á námskeiðinu er lögð áhersla að elda góðan og næringaríkan mat frá grunni með einföldum hætti, án allra aukaefna. Fjallað er um hráefni, nýtingu þess, á fjölbreyttar vinnsluaðferðir og fl. Með Thermomix er hægt að elda og baka nánast allt sem hugurinn girnist á einfaldan og skemmtilegan hátt. Sýnikennsla og smakk.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni við að setja upp fjölbreytta, ferska og bragðgóða salatbari. Farið er yfir meðhöndlun hráefnis, hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað er um samsetningu á hráfæðissalötum, vegan salöt og almennt um góða nýtingu á hráefni og fl. Námskeiðið er á formi sýnikennslu og byggir á virkri þátttöku.
Markmið námskeiðsins er að auka færni í gerð fjölbreytilegra grænmetisrétta í bland við annan mat Áhersla er lögð á aukna vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum. Áherlsla er lögð á nýtingu hráefnis, fjölbreytni í matseld og tækifæri til að draga úr sóun. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum um tækifæri í matseld. Sýnikennsla og smakk.
Farið er yfir undirstöðuatriði í pylsugerð s.s. vali á kryddum, saltmagni, fituprósentu og uppskriftagerð. Þátttakendur vinna pylsufars eftir uppskrift frá kennara, u.þ.b tvö kg af pylsum og sprauta í garnir. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja öðlast betri þekkingu á pylsugerð.
Á námskeiðinu er fjallað um nýtingu hráefnis í nærumhverfi, um hráefnisöflun, gerjun á hliðarafurðum og leiðir til að minnka sóun matvæla.
Markmiðikð námskeiðsins er að vekja athygli á íslenskum jurtum og nýtingu þeirra í matargerð.
Í námskeiðinu er fjallað um hráverkun á spægipylsum, hráskinku og öðrum samsvarandi vörum. Fjallað er um aðferðafræði og verkunarferil hráverkaðrar vöru.
Í námskeiðinu er fjallað um ávinninginn af góðri meðhöndlun sláturdýra á gæði afurða. Fjallað er um kjötmat þ.e.a.s flokkun skrokka eftir kyni, aldri, holdfyllingu og fitu. Vefnámskeið Matís
Fjallað er um hlutun og skiptingu á skrokkum og mareneringu á kjöti sem framleiðsluaðferð. Vefnámskeið Matís
Í námskeiðinu er fjallað um söltun og reykingu. Fjallað er um hlutverk matarsalts í matvælum, um reykingu og verkunaraðferðir við reykingu, bragðeinkenni og útlit. Vefnámskeið Matís
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á leiðum og aðferðum til að halda skaðlegum örverum í skefjum og tryggja öryggi matvæla. Vefnám Matís
Markmið vefnámskeiðsins er að lýsa framleiðslu og eimingu á sterku víni. Fjallað er um áhrif umhverfisþátta á framleiðslu, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja.
Markmið námskeiðsins er að kynna sögu, uppruna og gerð samtals níu klassískra kokteila.
Fjallað er um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00