Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Sveppir og sveppatínsla

Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð, eins er fjallað um það hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Fjallað er um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika.

Nýtt

Fresh salad bar and good taste.

This course put‘s the focus on the salad bar. It‘s a demonstration course but students are expected to take active part in discussion and tasting there will be plenty of food to taste. The course we will address how the raw material should be handled, how to make vegan salads, raw dishes, how to reduce food waste by using yesterday’s food as material for today’s dish and etc.

Nýtt

Jógúrt og sýrðar mjólkurvörur

Markmið námskeiðsins er að kynna framleiðslu á jógúrt, skyrgerð og sýrðum mjólkurafurðum. Grunnatriði sýrðra mjólkurafurða eru rædd og kenndar aðferðir við vinnslu þeirra. Fjallað eru um smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu – góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til smáframleiðslu á sýrðum vörum. Þátttakendur fá framleiðslu dagsins með sér heim.

Staðnám

Markmið námskeiðsins er að þjálfa desertkökugerð frá grunni. Á námskeiðinu er lögð áhersla á glaze og spreyjaðar kökur með súkkulaði. Þátttakendur vinna mismunandi tegundir af botnum, moussum og kremum. Þeir útbúa ávaxtagel sem innlegg í kökurnar og eins til að sprauta þær. Unnið er með makkarónur, marens og vatnsdeig. Þátttakendur tempra súkkulaði og útbúa mismunandi súkkkulaðiskraut fyrir ólíkar tegundir af kökum. Þátttakendur fá þjálfun í því að þróa eigin kökur.

Lengd

...

Kennari

Sigurður Elvar Baldvinsson

Staðsetning

Stórhöfði 27, Reykjavík

Fullt verð:

50.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Markmið námskeiðsins er þjálfa framleiðslu á hvít- og blámyglu ostum. Grunnatriði ostagerðar eru rædd og aðferðir við vinnslu á mygluostum kenndar. Veitt er innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu – góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til ostagerðar. Þátttakendur framleiða ost sem þeir taka með heim og fóstra þar til hann er tilbúinn til neyslu

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

18.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Markmið námskeiðsins er að kynna fasta- og hálffasta osta. Grunnatriði ostagerðar eru rædd og kenndar aðferðir við vinnslu þeirra. Innsýn í smásæjan heim gerla og hvata,samspil þeirra og nýtingu í ostagerðinni. Rætt eru um góða og vonda gerla, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til ostagerðar. Þátttakendur framleiða ost sem þeir taka með heim og fóstra þar til hann er tilbúinn til neyslu.

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

18.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband