Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Nýtt

Hátíðar paté og grafið kjöt

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði við bæði patégerð og að grafa kjöt. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að framleiðslunni, t.d. val og snyrting hráefna, val á kryddum og vinnsluaðferða. Innifalið í námskeiðinu er það hráefni sem snýr að hverjum þætti námskeiðsins. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna innsýn í mismunandi vinnsluþætti kjötvara. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Nýtt

Vegan réttir- Metnaður í matargerð

Við munum fara yfir nokkrar uppskriftir sem við gerum saman, áherslan á þessu námskeiði er í kringum Miðjarðarhafið frá Marokkó og hringinn til Spánar. Mikil áhersla á léttan, bragðsterkann og litríkan mat sem gleður auga, nef og bragðlauka. Það fyrsta og mikilvægasta er að umgangast og hugsa vegan mat sem bara hvern annan mat, bragðlega, útlitslega, næringarlega og gera þetta eins skemmtilegt og spennandi og hægt er. Ræðum prótein í vegan matargerð og notkun gervikjöts úr jurtaafurðum, kosti þess og galla. Förum létt í næringsrfræði og helstu tísku bylgjur í vegan mataræði og einmitt smá í mismunandi ástæður þess að fólk gerist vegan. Snertum einnig aðeins á kolefnisspori matar í því samhengi og umhverfisáhrifum þess að bjóða upp á góða vegan kosti. ​Ágúst hefur margra ára reynslu af matreiðslu Vegan fæðis fyrir mötuneyti og sem kokkur hjá Hjallastefnunni, SATT og yfirkokkur HaPP. Ágúst kom einnig að gerð Kolefnisreiknissins Matarspor hjá EFLU og gerðist þá sjálfur Vegan í eitt ár.

Nýtt

Grænmetisréttir í mötuneytum og stóreldhúsum

Markmið námskeiðsins er að koma til móts við kröfuna um fjölbreytt, girnilegt og gómsætt grænmetisfæði í mötuneytum og stóreldhúsum. Námskeiðið er í formi sýnikennslu og smakks. Fjölbreyttir réttir verða eldaðir, sýnd handtök og mismunandi leiðir til að nýta hráefni sem best og draga úr sóun. Veglegt uppskriftahefti fylgir með námskeiðinu.

Kunnátta í því að elda fyrir fjölbreytta hópa fólks með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og óþols verður sífellt mikilvægari. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga í stóreldhúsi þegar eldað er fyrir hópa af fólki sem eru með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og/eða óþols. Hvaða hráefni hægt að nota í staðinn fyrir ofnæmisvalda? Hvernig er hægt að skipuleggja framleiðsluna til að einfalda ferlið? Á námskeiðinu er frætt um helstu ofnæmisvalda og eldaðir algengir réttir á matseðlum en þeir eldaðir með öðruvísi hráefni. Til dæmis glúten, mjólkur -og eggjalausir. Á námskeiðinu verður sýnikennsla og smakk.

Lengd

...

Kennari

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

11.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Kennari er Dagný Hermannsdóttir súrkálsdrottning og framleiðandi Súrkáls fyrir sælkera. Þriggja tima verklegt námskeið með súrkals smökkun Hvað er innifalið? - smakk af alls kyns súrkáli og meðlæti - bæklingur um súrkálsgerð - tvær krukkur með smelluloki og fargi - grænmeti í þessar krukkur - verkleg kennsla og fyrirlestur Á þessu námskeiði búa allir til tvenns konar súrkál og taka með heim. Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og verklegrar kennslu. Þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman undirstöðuatriði auk nokkurra uppskrifta. Einnig verður boðið upp á smakk af alls kyns sýrðu grænmeti Bók Dagnýjar ,,Súrkál fyrir sælkera" verður til sölu á góðu verði.

Lengd

...

Kennari

Dagný Hermannsdóttir

Staðsetning

Stórhöfði 31

Fullt verð:

10.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

2.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Íslenskar jurtir í matargerð

Markmiðikð námskeiðsins er að vekja athygli á íslenskum jurtum og nýtingu þeirra í matargerð.

Nýtt

Hráverkun og pylsugerð

Í námskeiðinu er fjallað um hráverkun á spægipylsum, hráskinku og öðrum samsvarandi vörum. Fjallað er um aðferðafræði og verkunarferil hráverkaðrar vöru. Vefnámskeið Matís

Nýtt

Slátrun og kjötmat

Í námskeiðinu er fjallað um ávinninginn af góðri meðhöndlun sláturdýra á gæði afurða. Fjallað er um kjötmat þ.e.a.s flokkun skrokka eftir kyni, aldri, holdfyllingu og fitu. Vefnámskeið Matís ​

Fjallað er um hlutun og skiptingu á skrokkum og mareneringu á kjöti sem framleiðsluaðferð. Vefnámskeið Matís

Lengd

...

Staðsetning

Vefnám Matís

Fullt verð:

9.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Í námskeiðinu er fjallað um söltun og reykingu. Fjallað er um hlutverk matarsalts í matvælum, um reykingu og verkunaraðferðir við reykingu, bragðeinkenni og útlit. Vefnámskeið Matís

Lengd

...

Staðsetning

Vefnám Matís

Fullt verð:

9.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á leiðum og aðferðum til að halda skaðlegum örverum í skefjum og tryggja öryggi matvæla. Vefnám Matís

Lengd

...

Staðsetning

Vefnám Matís

Fullt verð:

9.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Markmið vefnámskeiðsins er að lýsa framleiðslu og eimingu á sterku víni. Fjallað er um áhrif umhverfisþátta á framleiðslu, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja.

Lengd

...

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

5.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Markmið námskeiðsins er að kynna sögu, uppruna og gerð samtals níu klassískra kokteila.

Lengd

...

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

5.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Fjallað er um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum.

Lengd

...

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

5.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Bransadagar Iðunnar eru afstaðnir. Þema daganna í ár var sjálfbærni og er hlaðborð fræðsluefnis enn aðgengilegt.
Mynd -

Fróðleikur

Hlaðvörp

Ungir bakaranemar í 4. sæti á...

Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson.
Hlaðvörp

Enginn stuðningur við myndhöfunda á Íslandi

„Sálin sem býr í pappírnum veldur því að bækur eru enn að seljast þó við séum löngu komin með tækni sem gerir þær óþarfar uppi í hillu. Það...
Myndskeið

Mannauðsmál - einelti og áreitni

Íris Sigtryggsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir fjalla um einelti og áreitni á vinnustöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband