Iðan í hnotskurn

Hús

Hlutverk

Iðan sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum.  
Hlutverk Iðunnar er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. 

Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun enda er það þýðingarmikið hlutverk að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. 

Félagsmenn Iðunnar

Félagsmenn Iðunnar eru þeir starfsmenn í iðngreinum sem greitt er af símenntunargjald sem rennur til Iðunnar. Gjaldið er greitt af vinnuveitanda í samræmi við kjarasamninga. 

Símenntun

Iðan býður upp á fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og fullbúna kennsluaðstöðu. Fjarnám er til staðar þar sem það er mögulegt og vefnámskeið. Einnig eru í boði sérsniðin fyrirtækjanámskeið sem haldin eru á vettvangi. Kynntu þér námskeiðsframboðið á www.idan.is

Iðan hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið Iðunnar standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila. 

Fræðslustyrkir

Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til Iðunnar og eru í skilum eiga rétt á að sækja um fræðslustyrki vegna náms og fræðslu starfsmanna. Þá á félagsfólk rétt á ferðastyrkjum vegna námskeiða sem þeir sækja.  

Styrkir | Áttin.is Fræðslustjóri að láni | ferðastyrkir vegna námskeiða

Ráðgjöf og þjónusta

Hjá Iðunni starfa náms- og starfsráðgjafar sem sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat, náms- og starfsval og framkvæmd áhugasviðskannana. Iðan sinnir fjölbreyttum verkefnum eins og greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækja og framkvæmd sveinsprófa í fjölmörgum greinum. Hægt er að bóka viðtal við náms- og starfsráðgjafa í síma 590-6400 eða með pósti á [email protected].  Þá er hægt að bóka leiðtoga greina ásamt  náms- og starfsráðgjafa í fyrirtækjaheimsókn til kynningar á þjónustu Iðunnar og fræðslugreiningar í síma 590-6400.  

Raunfærnimat | náms- og starfsráðgjöf | námsúrræði áhugasviðskannanir

Þróun og nýsköpun

Rík áhersla er lögð á erlend samvinnuverkefni með það að markmiði að styðja við fagfólk og iðnnema til að sækja sér þekkingu og deila reynslu sinni í löggiltum iðngreinum. Í flestum tilfellum eru námsferðir og samvinnuverkefni styrkt af Erasmus+, EEA - Grants og Norrænu ráðherranefndinni.  

Iðan er í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir um þróun og nýsköpun innan iðnaðarins, til að mynda þegar kemur að gerð námsefnis, nýjum kennsluaðferðum og tækifærum til fræðslu og þjálfunar erlendis.