Nýsveinar taka á móti sveinsbréfum á Akureyri
Það var ánægjuleg stund við afhendingu sveinsbréfa í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 10. maí sl. þegar yfir 60 nýsveinar fengu afhent sveinsbréf.
Afhent voru sveinsbréf í vélvirkjun, pípulögnum og húsasmíði. Flestir voru nýsveinarnir í húsasmíði.
Afhendingunni stýrði Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs.
Iðan óskar nýsveinunum til hamingju með áfangann.