Svona býrðu til þín eigin kort í Google Maps

Nú er rétti tíminn til að skipuleggja sumarfríið hér innanlands, gönguferðina eða útileguna.

    Nú er rétti tíminn til að skipuleggja sumarfríið hér innanlands, gönguferðina eða útileguna. Það hafa auðvitað allir sinn hátt á því, en Google kortaþjónustan er stórsniðug lausn sem þú ættir að kynna þér. Það er nefnilega hægt að nýta kortagrunn Google til að sérsníða eigin kort eða ferðaupplýsingar. Þannig getur þú safnað saman áhugaverðum stöðum sem gaman væri að heimsækja eða jafnvel kortlagt ferðina í heild sinni. Sérsniðnum landakortum má svo deila með öðrum ferðafélögum eða heiminum öllum. Kortin má einnig fella inn í vefsvæði, t.d. getur gönguhópurinn birt sérsniðið kort á bloggvefnum sínum og ekki er verra að þau virka alveg jafn vel í símanum og borðtölvunni./p>

    Aðgangur að Google Maps kortagrunninum er ókeypis og það eina sem þú þarft að gera er að stofna reikning hjá Google, þ.e. ef þú átt hann ekki til nú þegar. Reikningurinn veitir ekki aðeins aðgang að kortaþjónustu Google heldur öðrum lausnum endurgjaldslaust, s.s. Gmail tölvupóstinum. Hér má lesa meira um kortalausnina.

    Við þökkum Robert Lukeman fyrir myndina sem fylgir fréttinni.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband