Fjarnám

Triflex yfirborðs- og þéttiefni

Ný kynslóð af fljótandi yfirborðs- og þéttiefnum byggt á PMMA tækni fyrir þök, svalir , bílageymslur o.fl.

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa umsjón með viðhaldi fasteigna og mannvirkja eða veita ráðgjöf í þeim efnum.  Þýska fyritækið Triflex er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á fljótandi lausnum til vatnsþéttinga og yfirborðsefnum og sérhæfir sig sérstaklega í efnum sem byggjast á PMMA tækninni sem hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum.

Kostir PMMA efna er afar stuttur verktími , vinnsla við kaldari aðstæður en svipuð efni og meiri viðloðun , sveigja og ending en áður hefur þekkst. Sérfræðingar frá Triflex muna kynna og útskýra þessa tækni og af hverju hún hentar vel á Íslandi auk þess að kynna þær vottanir sem fyrirtækið og kerfi þeirra hafa og hvernig ábyrgð og þjónustu við viðskiptavini er háttað. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Múrefni ehf í Mosfellsbæ.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband