Prent- og miðlunargreinar
Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.
Hönnuðir þurfa að skila prentskjölum sem prenthæfum pdf eða Illustrator skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í það hvað fullbúið skjal til prentunar er.
Lengd
...Kennari
Kristjana Björg GuðbrandsdóttirStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig verður farið í möguleika annarra forrita, svo sem Figma og hvernig nýta má það í gerð hreyfihönnunar t.a.m. vefborða.
Lengd
...Kennari
Steinar JúlíussonStaðsetning
Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæðFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Grunnatriði og þróun í umbroti og ritstjórn prentaðra tímarita og dagblaða. Farið verður í gerð ritstjórnarstefnu, efnisgerð, myndanotkun, hönnun og uppsetningu, pappírsval, prentun, dreifingu, markaðskostnað og fjármögnun. Einnig verða skoðaðar nýjungar og tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum og hvernig efni er framleitt og nýtt í ólíkum miðlum. Kennari er Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og tímarita útgefandi, auk gestakennara. Jón Ingi Stefánsson yfirhönnuður hjá Heimildinni og Sigurður Ármannsson grafískan hönnuð verða á meðal gestakennara. Kennslan byggist á fyrirlestrum og verkefnum. Þátttakendur setja upp sitt eigið tímarit, undirbúa prentgrip til prentunar og heimsækja prentsmiðju. Félagsfólk Blaðamannafélags Íslands fær námskeiðið niðurgreitt um 70% af sínu félagi rétt eins og félagsfólk Iðunnar.