image description

Samfélagsmiðlastefna Iðunnar

Iðan fræðslusetur nýtir samfélagsmiðla til að efla upplýsingaflæði og eiga í samskiptum við félagsmenn, hagsmunaaðila og almenning. Á samfélagsmiðlum verður komið á framfæri upplýsingum, útgefnu efni, myndskeiðum, auglýsingum, áherslum og skilaboðum.

Markmið Iðunnar á samfélagsmiðlum er:

  • Að styrkja ímynd Iðunnar og upplýsa og auka vitund félagsmanna, fagaðila og almenning um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.
  • Að nota fjölbreyttar leiðir miðlunar til að auglýsa námskeið, fræðslufundi, viðburði og fleira og ná þannig til ólíkra markhópa eftir aldri og áhugasviðum.
  • Að hvetja til umræðu um símenntun í iðnaði og skapa vettvang fyrir óformleg samskipti.
  • Að ná athygli sem flestra með skemmtilegum skilaboðum og áhugaverðum fróðleik sem tengist iðnaði almennt og námi í iðngreinum.
  • Efla ímynd iðnaðar  og iðnnáms í landinu með fréttaflutningi og fróðleik.
  • Að fjölga þjónustuleiðum sem notendum standa til boða

Megináherslur Iðunnar á samfélagsmiðlum eru:

  • Að tjá sig á vönduðu, tilbreytingarríku og auðskiljanlegu nútímamáli.
  • Að sýna ávallt kurteisi og virðingu. Við treystum á almenna skynsemi og höfum í huga að allt sem fer á netið er opinbert. Trúnaðarmál eru ekki rædd á samfélagsmiðlum.
  • Að vera upplýsandi og meðvituð um umræðuna í þjóðfélaginu hverju sinni.
  • Að svara öllum ábendingum og skilaboðum eins hratt og kostur er. Ábendingum er svarað í samstarfi við viðeigandi starfsmann.
  • Að forðast deilur við þá sem koma með neikvæðar athugasemdir en reyna að halda staðreyndum til haga.
  • Að fjarlægja innlegg sem falla ekki að reglum viðkomandi miðils, persónuverndarlögum eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga og hópa.
  • Að virða friðhelgi og einkalífs fólks.
     

Markhópar Iðunnar á samfélagsmiðlum eru:

  • Félagsmenn Iðunnar og eigendur
  • Fagfólk í iðnaði
  • Almenningur, fjölmiðlar, hagsmunaaðilar og stjórnsýslan.

Ábyrgð á birtingu efnis

Aðalábyrgð á samfélagsmiðlum bera markaðsstjóri og vefritstjóri

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband