Fjarnám

Vinna í hæð

Byggingamenn

Þetta er námskeið fyrir alla starfsmenn á byggingavinnustöðum.  Tilgangur þess er að auka þekkingu á áhættunni sem fylgir því að vinna í hæð og möguleikum á fækkun vinnuslysa.  Megináhersla námskeiðsins er á forvarnir þar sem fyrst er reynt að draga sem mest úr vinnu í hæð og síðan að stýra áhættunni innan ásættanlegra marka. Farið er yfir áhættumat fyrir vinnu í hæð og hvernig bregðast þarf við mismunandi aðstæðum sem tengjast slíkri vinnu. Meðal umfjöllunarefna er ýmis búnaður sem tengist vinnu í hæð svo sem tröppur, pallar og vélbúnaður sem og persónuhlífar og notkun þeirra.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband