YTONG veggir - vinnubrögð og frágangur
Þetta er námskeið fyrir þá sem hlaða veggi úr YTONG hleðslusteinum eða hafa umsjón með slíkum framkvæmdum. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum rétt vinnubrögð og frágang við hleðsluna. YTONG hleðslusteinar hafa verið í notkun á Íslandi um árabil en nokkuð hefur borið á því að ekki hafi verið staðið rétt að vinnu og frágangi á þeim. Á námskeiðinu verður farið yfir gerð og eiginleika steinanna, meðferð og geymslu. Farið er ítarlega í gegnum rétta meðhöndlun við hleðslu og frágang á hornum, endum, við loft, gólf og aðra veggi o.s.frv. Hluti námskeiðsins fer fram í sal þar sem sýnd verða rétt vinnubrögð og frágangur. Námskeiðið er haldið í samvinnu við YTONG Ísand.