Fjarnám

Sjálfbær Byggingariðnaður - BM Vallá og Byggjum grænni framtíð

Iðnaðarmenn og smærri fyrirtæki í byggingariðnaðinum


Þóra Margrét Þorgeirsdóttir
ætlar að segja okkur frá verkefninu Byggjum grænni framtíð en það er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð. Viðfangsefnið felst í að afla upplýsinga um losun mannvirkjagerðar á viðmiðunarári, setja markmið um að minnka þá losun til 2030 og skilgreina aðgerðir svo það takist. Sigríður Ósk Bjarnadóttir, dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ verður Þóru til halds og trausts en hún ætlar að kafa dýpra ofan í losunartölur byggingaiðnaðarins.


BM Vallá hefur á undanförnum misserum tekið algjörum stakkaskiptum hvað varðar umhverfismál. Markmiðið er að þeirra steinsteypa verði kolefnishlutlaus frá og með 2030. Þeir ætla einnig að segja okkur frá nýju verkefni sem heitir Grænir verktakar en BM Vallá og verktakar ætla sér að axlast sameiginlega ábyrgð í endurvinnslu umbúða. Verktaki skuldbindur sig til að safna saman tómum múrpokum eftir notkun í sérmerkta sekki sem BM Vallá útvegar. BM Vallá tekur síðan við pokunum og skilar þeim til endurvinnslu.



Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband