Staðnám

Tilboðsgerð verktaka

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja sem þurfa að gera tilboð í verkefni og verkhluta. Fjallað er um lög og reglur um útboð og ÍST 30, almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir.  Farið er yfir magntölur og magntöku einstakra verkþátta.  Fjallað er um einingaverð og útreikning þeirra. Farið yfir tilboðsskrár og tilboðsgerð. Á námskeiðinu eru unnin nokkur verkefni úr hverjum þætti þess.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband