Staðnám

Vökvatækni IV - vinnuvélar

Málmiðnaðarmenn - vélvirkjar - vélstjórar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Sérhæft námskeið um vökvabúnað farartækja s.s. lyftara, krana, búkollur, hefla, traktorsgrafa o.fl.

Að námskeiðinu loknu þekkir þú mikilvæg atriði s.s. hlutfallsstýringar, magnstýringar, kraftstýringar, skaraða og óskaraða loka, forstýriloka, ójafnvægi, fæðingu forstýriloka, lagnir og sérhæfða hluta, efni í vökvakerfum, miðflæðilagnir, stjörnugírinn, stýrisvélar, slöngubrotsloka, sveiflur, titring og hljóð í vökvakerfum ásamt því að læra lagfæringar á þessum hlutum. Einnig verður farið yfir rétt val á olíum og kennt hvernig á að velja rétta loka í vökvakerfi með tilliti til notkunar. Þessa þekkingu munt þú síðan nýta þér á námskeiðinu til þess að auka stimpilhraða, stilla þrýstinema og loks teikna eða prófa „flóknar“ vökvakerfismyndir í FluidSim.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
17.05.2022þri.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
18.05.2022mið.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
19.05.2022fim.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband