Staðnám

SharePoint, hönnun og smíði á verkbókhaldi og gæðakerfi

Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að SharePoint á Office 365 eða hafa leyfi og nægilegan aðgang að SharePoint sem gefur þeim heimild til að smíða síður og undirsíður, setja inn og breyta viðeigandi smáforritum.  Kennt verður lið fyrir lið að hanna og setja upp m.a. gæðahandbók, svæði fyrir verkmöppur, rafrænar dagbækur, verkbókhald, tímskráningarkerfi, verkfærabókhald, rafrænar skýrslur fyrir aukaverk, breytingar og frábrigði. Hver og einn þáttakandi hannar og aðlagar kerfið að eigin þörfum.  Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa útbúið öflugt rekstrar- og verkefnasvæði og geta haldið áfram að þróa það eftir þörfum.  Kennt er í kennslustofu og með fjarkennslu á sama tíma þannig að þátttakendur úti á landi geta tengst inn í kennslustundina gegnum eigin tölvu. Kennt er á þriðjudagsmorgnum fjórar vikur í röð. Þátttakendur geri  ráð fyrir að gefa sér smá tíma til heimaæfinga til að festa ýmis atriði í minni.  Þeir sem ekki eiga SharePoint geta fengið leiðbeiningu um kaup beint frá Microsoft.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband