Staðnám

Plastsuða

Pípulagningamenn

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu.  Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar.  Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun.  Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og extruderingsuðu (þráðsuðu) og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband