Staðnám

Sjónskoðun málmsuðu (Visual Inspection) Hópur 1

Blikksmiðir, vélvirkjar, vélfræðingar og fl.

Sjónskoðun málmsuðu er gríðarlega mikilvæg og nauðsynlegt er fyrir alla suðumenn og eftirlitsaðila að tileinka sér þá færni. 
Námskeiðið á að veita alhliða þekkingu og skilning á kröfum á sjónskoðun málmsuðu (Visual Inspection). Námskeiðinu líkur með prófi og þeir þátttakendur sem standast prófið fá viðurkenningu frá TUV Nord fyrir þáttökuna. 

Uppbygging námskeiðsins: 

- Grundvallaratriði  málmsuðu skoðuð

- Mismunandi gallar sem koma fram þegar efni eru soðin saman. Kennt hvernig koma má í veg fyrir gallaða suðu.

-Framkvæmd sjónskoðunar málmsuðu. Unnið er út frá breskum, evrópskum og alþjóðlegum staðli BS EN ISO 17637

- Sýnt er fram á hvernig má nota mælitæki við sjónskoðun.

- Gæðakröfur skoðaðar með tilliti  til CE-merkingar stálvirkja á Íslandi & ESB samkvæmt BS EN 1090-2

- Æfingar eru gerðar þar sem þátttakendur nota breska-, evrópska- og alþjóðlega staðalinn BS EN ISO 5817 en hann tilgreinir mörk sem gilda um sjónskoðun málmsuðu fyrir stálvirki. 

- Skoðað hvernig á að lesa og túlka suðuferil (WPS) með hliðsjón af BS EN ISO 15609-1.

Kennarar:
Steven Brown,
Welding Services Manager
Jacob Paul Bailey, 
ISO3834 & CPR FPC Scheme Manager
Kennsla fer fram á ensku.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband