Rafbílar - VW ID
Bifreiðasmiðir - bifvélavirkjar
Fyrir hvern er þetta námskeið?
Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa fyrir grunn þekkingu er varðar öryggi, uppbyggingu og virkni rafbíla en vilja auka við þekkingu sína í tengslum við rafbíla sem koma frá Volkswagen Group og eru byggðir á MEB plattforminu svokallaða t.d. ID bílar Volkswagen
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiði
Gerð er krafa um að þátttakandi hafi klárað að lámarki IMI rafbíla vottun á þrepi 2 eða sambærilegri vottun í tengslum við umgengni og vinnu við rafbíla.
Hvað mun þátttakandinn læra á þessu námskeiði
Skoðaðir eru nýjustu rafbílar frá Volkswagen Group. Farið yfir gerð og virkni aflkerfa bíla í ID línu Volkswagen sem byggjast á MEB plattformi. Farið er yfir virkni helstu íhluta og búnaðar þessara bíla. Fjallað um uppbyggingu og virkni háspennurafhlaða og hvernig búnaðurinn starfar. Verklegar æfingar í að aftengja háspennukerfið samkvæmt upplýsingum framleiðanda
Ekki skráðHVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
02.10.2023 | mán. | 13:00 | 20:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |